Heiti lyfs: Xyloproct endaþarmssmyrsli og Xyloproct endaþarmsstílar. Innihaldslýsing: 1 g af endaþarmssmyrsli inniheldur: Lídókaín 50 mg, hýdrókortisónasetat 2,5 mg. 1 endaþarmsstíll inniheldur: Lídókaín 60 mg, hýdrókortisónasetat 5 mg. Ábendingar: Xyloproct endaþarmssmyrsli og Xyloproct endaþarmsstílar eru ætluð til meðferðar hjá fullorðnum. Til eigin meðferðar: við gyllinæð og yfirborðslægri ertingu í endaþarmi Notkun: Endaþarmssmyrsli: Þunnt lag af endaþarmssmyrsli er borið á endaþarmsop og húðina umhverfis það einu sinni á dag eða oftar. Nota má allt að 6 grömm af endaþarmssmyrsli á sólarhring. Meðferðarlengd getur verið allt frá 10 dögum upp í 3 vikur. Ef ákveðið er að lengja meðferðina er ráðlagt að gera hlé á henni. Endaþarmsstílar: Einum endaþarmsstíl er stungið í endaþarmsopið kvölds og morgna og eftir þörfum eftir hverja hægðalosun. Nota má allt að 5 endaþarmsstíla á sólarhring. Ef hægðalosun er sársaukafull á að stinga endaþarmsstílnum inn nokkrum mínútum fyrir hægðalosun. Mikilvægt er að endaþarmsstíllinn haldist á sínum stað þar til hann hefur bráðnað. Meðferðarlengd getur verið allt frá 10 dögum upp í 3 vikur. Ef ákveðið er að lengja meðferðina er ráðlagt að gera hlé á henni. Ekki á að veita meðferð lengur en í 3 vikur. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir, sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Aspen Pharma Trading Limited. Upplýsingar teknar saman í október 2024. Auglýsinganúmer: IS-LID-10-24-00001 10/2024