Meðferðir
Til eru bjargráð önnur en lyf sem geta komið í veg fyrir gyllinæð. Hér eru nokkrar ráðleggingar:
- Stunda reglulega hreyfingu til að viðhalda eðlilegum hægðum.
- Drekka nóg af vökva og borða trefjaríka fæðu.
- Forðast langar setur á salerni þar sem það veldur þrýstingi niður í endaþarmsop.
- Komast hjá því að rembast mikið við hægðalosun og nota mjúkan salernispappír.
XYLOPROCT
Xyloproct endaþarmskrem og stílar innihalda tvö virk efni (lidókain og hýdrókortisón) sem virka á mismunandi vegu:
- Hýdrókortisón dregur úr bólgu.
- Lidókain dregur úr verkjum og kláða.
Xyloproct er notað við meðferð á gyllinæð og yfirborðslegri endaþarmsbólgu hjá fullorðnum.
BATALÍKUR
Mörgum dugar skammtímameðferð með hjálp Xyloproct en gyllinæð getur komið aftur og ef einkennin eru þrálát þá er mælt með að hafa samband við lækni.