Smyrsli og stílar

Xyloproct endaþarmssmyrsli og endaþarmsstílar innihalda tvö virk efni (lídókaín og hýdrókortisón) sem verka á ólíkan hátt. 

  • Hýdrókortisón dregur úr bólgu. Lídókaín dregur úr verkjum og kláða. 
  •  Xyloproct er notað til meðferðar við gyllinæð og yfirborðslægri ertingu í endaþarmi hjá fullorðnum. 

Endaþarmssmyrsli

AP-00233-p-800 02

Borið á endaþarmsop og húðina umhverfis það einu sinni eða oftar á dag. Hægt er að nota endaþarmssmyrslið við sársauka við hægðalosun. Nota má allt að 6 grömm af endaþarmssmyrsli á sólarhring. Auðvelt er að þvo endaþarmssmyrslið af með vatni. Hlífðarþynnan á stút túpunnar er götuð með því að þrýsta túpulokinu gegnum hana. 

Ekki á að veita meðferð lengur en í 3 vikur.

Endaþarmsstílar

AP-0023-p-800 02

Einum endaþarmsstíl er stungið í ysta hluta endaþarmsins kvölds og morgna og eftir þörfum eftir hverja hægðalosun. Stinga á endaþarmsstílnum inn með slétta endann á undan. 

Mikilvægt er að endaþarmsstíllinn haldist á sínum stað þar til hann hefur bráðnað. Nota má allt að 5 endaþarmsstíla á sólarhring. 

Ekki á að veita meðferð lengur en í 3 vikur.

HVENÆR Á EKKI AÐ NOTA XYLOPROCT

Ekki má nota Xyloproct ef um er að ræða ofnæmi fyrir lídókaíni, hýdrókortisóni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins.

VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
  • Gyllinæð myndast oft vegna undirliggjandi hægðatregðu.
  • Fylgja á nákvæmlega ráðleggingum um skömmtun, þar sem stærri skammtar geta valdið fleiri aukaverkunum. 
  • Leitið til læknis ef einkenni hafa ekki batnað eftir 2-3 vikna meðferð með Xyloproct. 
  • Ef erting eða blæðingar koma fram í húðinni umhverfis endaþarmsopið á að hætta meðferðinni og hafa samband við lækni. 
  • Forðast á að lyfið berist í augu. Eftir notkun á að þvo hendur vandlega. 
  • Ef þú ert með porfýríu (arfgengur efnaskiptakvilli) þarft þú að ræða við lækni áður en meðferð með Xyloproct er hafin.